Smíðavellir

Svanhildur Eiríksdóttir

Smíðavellir

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | "Þetta er búið að vera mjög gaman enda alltaf gott veður." Um þetta voru viðmælendur blaðamanns sammála þegar hann heimsótti smíðavelli Reykjanesbæjar í vikunni. Húsin báru þess merki að einmuna veðurblíða hefur verið í bænum í sumar, því víða voru sólpallar. Svo virðist sem smíðaáhuginn sé ekkert meiri hjá strákum en stelpum, því kynjahlutfallið virtist nokkuð jafnt. Skátafélagið Heiðarbúar hefur séð um rekstur smíðavalla í sumar í samstarfi við Reykjanesbæ. Starfsemin byrjaði 4. júlí síðastliðinn og henni lýkur í lok þessarar viku. Að sögn Bergþóru Ólafar Björnsdóttur, eins foringja smíðavallanna er þátttaka búin að vera mjög góð. MYNDATEXTI Húsasmíðar Arndís Lind Aðalbjörnsdóttir, Selma Sól Hjaltadóttir og Dagný Halla Ágústsdóttir lögðu mikinn metnað í húsið sitt

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar