Steinar Höskuldsson
Kaupa Í körfu
STEINAR Höskuldsson, betur þekktur sem S. Husky Höskulds, fluttist til Bandaríkjanna árið 1991 og hóf upptökunám í UCLA-háskóla. Hann byrjaði að vinna í hljóðveri með námi, fyrst sem aðstoðarmaður og ritari en fékk fljótlega að spreyta sig á tökkunum. "Ég byrjaði bara á botninum," segir Steinar, sem hefur meira eða minna verið viðloðandi hljóðver undanfarin 16 ár. Ferillinn fór nokkuð hægt af stað en að sögn Steinars voru hans fyrstu stóru verkefni fyrir Michael Penn og síðar hljómsveitina The Wallflowers, sem skartar Jakob Dylan, syni Bob Dylan, í aðalhlutverki. Þetta var um aldamótin 2000, en síðan þá hefur ferilskráin vaxið og dafnað. Steinar býr og starfar mestmegnis í Los Angeles, en hann er nú búinn að koma sér upp litlu hljóðveri í útjaðri Reykjavíkur. "Ég hef verið að vinna hér síðastliðinn mánuð, ég kom með verkefni með mér sem ég var byrjaður á," segir Steinar, og bætir við að góð og gild ástæða sé fyrir því að hann hafi ákveðið að opna hljóðver hér á landi. "Ég vildi koma með fjölskylduna hingað, ég á bandaríska eiginkonu og strák sem er að verða átta ára. Ég get ekki alltaf farið í frí og þess vegna er fínt að geta unnið hér á sumrin." MYNDATEXTI Hápunktur Steinar segir magnað að hafa kynnst Tom Waits, og skemmtilegast að hafa borðað með honum hádegis- og kvöldmat.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir