Opel Antara jepplíngur

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Opel Antara jepplíngur

Kaupa Í körfu

JEPPLINGAR hafa náð að festa sig vel í sessi síðan fyrsti RAV4-bíllinn festi flokkinn varanlega í sessi árið 1994. Salan hefur stigið jafnt og þétt síðan og hafa sífellt fleiri bílaframleiðendur hellt sér í slaginn um kaupendur jepplinga enda ágóðavonin mikil, sér í lagi í dag þegar búist er við almennum flótta viðskiptavina frá jeppum yfir í jepplinga. Opel ætlar sér ekki að verða af tækifærinu og hefur sent frá sér nýjan bíl, Opel Antara, sem er útlitslega þróaður út frá GTC hugmyndabílnum frá Frankfurt-sýningunni 2005 og talsvert frísklegri að sjá en margir keppnautarnir í sama flokki bíla. MYNDATEXTI Hönnun bílsins er fremur vel heppnuð og er hann frísklegur og kraftalegur að sjá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar