Íslansdmót í höggleik Hvaleyrarvelli

Eyþór Árnason

Íslansdmót í höggleik Hvaleyrarvelli

Kaupa Í körfu

Íslandsmótið í höggleik verður án efa spennandi fram á lokaholu á sunnudag á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Allir bestu kylfingar landsins eru mættir til leiks og miðað við skor gærdagsins er ljóst að margir ætla sér sigur. Tvíburasystkinin Björgvin og Anna Jódís Sigurbergsbörn eru í óvenjulegri stöðu en þau eru í efstu sætum í karla- og kvennaflokki. Björgvin, þrefaldur Íslandsmeistari úr Keili, lék á 3 höggum undir pari vallar líkt og þeir Örn Ævar Hjartarson úr GS og Jóhannes Kristján Ármannsson úr Golfklúbbi Borgarness. Örn hefur einu sinni fagnað titlinum en Jóhannes hefur aldrei áður verið á meðal efstu manna á Íslandsmótinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar