Viðey

Brynjar Gauti

Viðey

Kaupa Í körfu

BORGARYFIRVÖLD vilja að sami aðilinn taki að sér rekstur ferjusiglinga og veitingasölu í Viðey og geta þeir sem áhuga hafa gert tilboð í reksturinn fram til 30. janúar næstkomandi, að sögn Örvars Birkis Eiríkssonar, verkefnastjóra Viðeyjar. Hann segir að borgin vilji með þessu efla starfsemi í Viðey í samvinnu við hugmyndaríkan og kraftmikinn einkaaðila. Hugur standi til þess að samþætta reksturinn, en þetta sé meðal annars hugsað til hagræðingar fyrir gesti. Þeir geti þá fengið allar upplýsingar varðandi veitingar og þjónustu í eyjunni á einum stað MYNDATEXTI Rekstur í Viðey Borgin vill að sami aðilinn sjái um veitingasölu í Viðey og siglingar til eyjunnar en þetta sé m.a. til hagræðingar fyrir gesti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar