Meistaramót í frjálsum íþróttum

Meistaramót í frjálsum íþróttum

Kaupa Í körfu

SILJA Úlfarsdóttir, hlaupadrottning úr FH, varð sigursæl á 80. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum, sem fór fram á Laugardalsvellinum um helgina. Þrátt fyrir að Silja hafi handarbrotnað við æfingar á Ítalíu fyrir viku, mætti hún til leiks með vinstri hönd í gifsi og varð Íslandsmeistari í fjórum greinum. Hún byrjaði á því að verða sigurvegari í 100 m hlaupi á 12.11 sek., sem er besti tími ársins hjá íslenskri konu og þá varð hún meistari í 400 m hlaupi á 56,50 sek. MYNDATEXTI: Silja Úlfarsdóttir fagnar sigri í 100 metra hlaupi kvenna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar