Ella Kalliokoski

Sverrir Vilhelmsson

Ella Kalliokoski

Kaupa Í körfu

Ég kom fyrst til Íslands fyrir tilviljun. Mig langaði að komast aðeins burt frá Finnlandi, þannig að ég sótti um starf í gegnum Nordjobb og fékk vinnu á Íslandi," segir Ella Kolliokoski, sem er frá bænum Parikkala í austurhluta Finnlands. Starfið sem hún fékk var á gistiheimili á Höfn í Hornafirði. Það rigndi allt sumarið en samt fannst Ellu svo gaman að hún ákvað að koma aftur hingað. Í vetur var hún við skiptinám í íslensku í Háskóla Íslands og í sumar vinnur hún við aðhlynningu á Seltjarnarnesi. Hún kaus starfið með það í huga að vinna með Íslendingum og æfa sig í íslensku. MYNDATEXTI: Finninn- Ella Kalliokoski fer í sund á hverjum degi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar