Helgi Daníelsson og Grímsey

Helgi Daníelsson og Grímsey

Kaupa Í körfu

HELGI Daníelsson hefur gefið út fræðslubæklinginn "Grímsey perla við heimskautsbaug" og stefnir að enskri útgáfu á næstunni. "Þetta er nú bara vegna Grímseyjaráhuga míns," segir Helgi. Móðurafi hans og amma, Helgi Ólafsson og Guðrún Sigfúsdóttir, fluttu frá Hrísey til Grímseyjar 1913 og móðir hans, Guðlaug, fæddist þar og ólst þar upp ásamt 14 systkinum. "Ég drakk Grímseyjarandann, sögur og frásagnir, með móðurmjólkinni, var í Grímsey hjá afa og ömmu um sumarið þegar ég var 12 ára, hef ritstýrt bók um Grímsey, gefið út ljósmyndabók um Grímsey og póstkort. MYNDATEXTI: Útgáfa - Helgi Daníelsson með fræðslubæklinginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar