Íslandsmeistaramót í höggleik

Friðrik Tryggvason

Íslandsmeistaramót í höggleik

Kaupa Í körfu

"ÉG spilaði mjög stöðugt golf eiginlega allt mótið og leikplanið gekk upp hjá mér," sagði Nína Björk Geirsdóttir úr Kili í Mosfellsbæ eftir að hún hafði tryggt sér sigur á Íslandsmótinu í höggleik. Hún lék á 296 höggum eða 12 höggum yfir pari vallarins og var þremur höggum á undan Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili sem varð önnur. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR varð í þriðja sæti, ellefu höggum á eftir Tinnu. MYNDATEXTI: Lokahöggið - Nína Björk slær hér langþráð lokahögg eftir fjóra hringi og 295 högg. Fyrsti titilinn í höfn hjá henni eftir mjög góða spilamennsku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar