í Stykkishólmi
Kaupa Í körfu
Stykkishólmur | "Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í sumar við viðhald á skipum," segir Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur. Við Skipavíkurbryggju liggja 4 skip og í slipp eru 2 skip til viðbótar sem eru í "klössun" fyrir komandi fiskveiðiár sem hefst eftir um mánuð. "Við tökum upp 35 skip á ári og flest koma þau í maí, júní og júlí. Þau koma um leið og kvóti þeirra er búinn og áhafnirnar fara í frí. Við sjáum um að mála skipin og einnig fylgir þeim þó nokkur járnavinna," segir Sævar. Um 15-20 manns vinna við dráttarbrautina yfir sumartímann við málningarstörf og járnavinnu og hefur mannskapurinn nóg að gera . MYNDATEXTI: Viðhald - Nóg að gera í slippnum. Við bryggju liggja 4 skip sem verið er að gera fín fyrir veiðar á næsta kvótaári: Helgi SH-135 úr Grundarfirði, Egill SH-195 úr Ólafsvík, Sveinbjörn Jakobsson SH 10 úr Ólafsvík og fjær er Sóley SH-124 úr Grundarfirði
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir