Krónan

Krónan

Kaupa Í körfu

Lágvöruverðsverslun Krónunnar við JL-húsið við Hringbraut var lokað fyrir fullt og allt um helgina og í dag klukkan 11 verður opnuð ný Krónuverslun við Fiskislóð úti á Granda. Krónan á Granda verður svipuð og ný verslun Krónunnar í Mosfellsbæ að sögn Kristins Skúlasonar, rekstrarstjóra Krónunnar. Meðal annars verði boðið upp á stóra kjötdeild með um 20 metra kjötborði, deild með lífrænt ræktuðum vörum, stóra ávaxta- og grænmetisdeild og brauðdeild þar sem brauð verða bökuð á staðnum. MYNDATEXTI: Ný verslun - Árdegis í dag verður opnuð ný Krónuverslun úti á Granda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar