Bónus

Bónus

Kaupa Í körfu

EKKI liggur fyrir hvar eða hvort Bónus verður áfram með lágvöruverðsverslun á Seltjarnarnesi eftir 1. febrúar á næsta ári, en þá verður Bónus að fara úr núverandi húsnæði við Suðurströnd vegna íbúðabygginga á Hrólfskálamel. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að fullur vilji sé hjá fyrirtækinu til að reka áfram verslun á Seltjarnarnesi en bæjaryfirvöld á Nesinu sýni því lítinn áhuga. "Okkar vilji er að vera áfram á Nesinu og ég held að það sé vilji allra nema bæjaryfirvalda," segir hann og vísar til þess að allar hugmyndir um framtíðarstaðsetningu Bónuss hafi verið skotnar á kaf. MYNDATEXTI: Nesið - Bónus á Seltjarnarnesi er eina lágvöruverðsverslunin sunnan Hringbrautar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar