Íslandsmeistaramót í höggleik

Friðrik Tryggvason

Íslandsmeistaramót í höggleik

Kaupa Í körfu

"JÁ, já, það er allt í lagi að óska mér til hamingju með annað sætið," sagði Tinna Jóhannsdóttir úr Keili, sem varð í öðru sæti, þremur höggum á eftir Nínu Björk. "Nína Björk spilaði mjög vel og ekkert sem ég gat gert í því. Ég reyndi mitt besta en það dugði ekki. Þetta gekk bara ágætlega í dag, ég var á tveimur höggum yfir pari og er ágætlega ánægð með það, miðað við veður og aðstæður. Það var dálítið mikið blautt á okkur í dag. Ég er frekar roktípa en rigningartípa en maður ræður engu um veðrið og verður að reyna að laga sig að aðstæðum," sagði Tinna. MYNDATEXTI: Blautt - Tinna skýlir sér hér undir regnhlíf á milli högga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar