Bogomil Font og félagar

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Bogomil Font og félagar

Kaupa Í körfu

BÁTAHÚSIÐ, hið merka skipasafn Siglfirðinga, var ramminn um fyrri af tvennum sölsutónleikum föstudagskvöldsins. Myndaði sú músík óneitanlega mikla andstæðu við klassísku píanótónleika Kwetzinskys rétt á undan, enda þótt allt tónefni dagsins væri hvert með sínum hætti á þjóðlegum nótum. Fór spilamennskan sem fyrr á þeim stað fram á þilfari síldarskipsins Týs SK 33, eikarbát frá 1947, og voru "viðlegukantar" hússins það þéttsetnir að ómögulegt reyndist að finna sæti nema stjórnborðsmegin þar sem hljómsveit og hátalarar sneru baki við þessum hlustanda. MYNDATEXTI: Bogomil Font og tríóið Flís léku saman í Bátahúsinu á Siglufirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar