Melabúðin 50 ára

Jim Smart

Melabúðin 50 ára

Kaupa Í körfu

MELABÚÐIN fagnaði í gær 50 ára afmæli sínu með mikilli veislu við Hagamel 39 þar sem verslunin hefur verið starfrækt frá upphafi. Í tilefni afmælisins var gestum og gangandi boðið upp á grillaðar pylsur, nammi, snakk, afmæliskökur og kaffi í stóru tjaldi fyrir utan búðina og auk þess gátu börn leikið sér í hoppukastala. Kaupmaðurinn Guðmundur Júlíusson gekk um og heilsaði gömlum og nýjum viðskiptavinum en hann hefur rekið Melabúðina síðan 1. júlí 1979 og er að sögn elsti starfandi kaupmaður landsins. MYNDATEXTI: Melabúðarfeðgarnir Snorri, Pétur, Friðrik og Guðmundur við verslun sína.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar