Sól og sumar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sól og sumar

Kaupa Í körfu

Engum blöðum er um það að fletta að Íslendingar gleðjast þegar sólin lætur sjá sig. Konur, börn og ferfætlingar flykkjast á þá staði sem hægt er að tylla tá, hvort sem er á kaffihúsin um borg og bæ eða græna grasbletti hvar sem þeir finnast. Í Nauthólsvík var fjöldi fólks í baðstrandarstemningu, sumir busluðu í vatninu en aðrir lásu í bók. Í miðborg Reykjavíkur var þétt setinn bekkurinn á kaffihúsunum og á Austurvelli dvaldi fólk við ýmsa iðju. MYNDATEXTI: Gott að kæla sig - Krakkarnir skemmtu sér konunglega bæði ofan í og undir vatni í Nauthólsvík..

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar