Ragnheiður og Haukur Gröndal
Kaupa Í körfu
Systkinin Ragnheiður Gröndal og Haukur Gröndal Ragnheiður Gröndal fæddist í Garðabæ árið 1984. Hún hóf ung að aldri að læra á píanó og fór sextán ára gömul í tónskóla FÍH, þar sem hún nam söng samhliða framhaldsskólanámi. Ragnheiður lauk stúdentsprófi frá MH jólin 2003 og burtfararprófi frá FÍH nú í vor. Jólin 2003 gaf hún út sína fyrstu plötu og var í kjölfarið valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaunum. Lagið Ástin var valin besta lag ársins. Á sömu verðlaunahátíð árið eftir var hún valin besta söngkonan og platan Vetrarljóð plata ársins. Ragnheiður vinnur sem söngkona og tónlistarmaður í fullu starfi og plata með henni er væntanleg um jólin. Kærasti hennar er Karl Sigurðsson. Haukur Gröndal er fæddur árið 1975. Hann bjó á bernskuárunum í Þýskalandi með fjölskyldunni en flutti aftur til Íslands tveimur árum áður en Ragnheiður fæddist. Haukur var í barnaskóla í Garðabæ og lauk stúdentsprófi frá MR. Hann byrjaði að læra á klarinett 9 ára og skipti 14 ára yfir á saxófón. Eftir burtfararpróf frá Tónskóla FÍH fór hann í Rytmisk musik konservatori í Kaupmannahöfn, þaðan sem hann lauk prófi í fyrra. Haukur hefur haldið úti ýmsum hljómsveitum síðan hann var unglingur og er í dag meðal annars í hljómsveitinni Schpilkas. Hann er starfandi tónlistarmaður í Kaupmannahöfn og hefur spilað víða um heim. Haukur er í sambúð með Berglindi Haraldsdóttur.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir