Afturelding ÍBV

Afturelding ÍBV

Kaupa Í körfu

"ÉG er sérstaklega stoltur af því að við skulum hafa náð þessum árangri með lið sem er skipað eintómum Eyjamönnum, að því undanskildu að við fengum Litháa til liðs við okkur eftir áramótin. Þetta lið okkar er ljósi punkturinn í íþróttalífi Vestmannaeyja um þessar mundir, það er búin að vera þung og erfið barátta í handboltanum og fótboltanum í Eyjum síðustu árin en ég er afar stoltur að hafa spilað með þessum strákum sem berjast fyrst og fremst fyrir félagið og merkið," sagði Sigurður Bragason, einn af reynsluboltnum í handknattleiksliði ÍBV sem tók við silfurverðlaunum 1. deildar í Mosfellsbæ í gær en Eyjamenn tryggðu sér á dögunum sæti í úrvalsdeildinni. MYNDATEXTI: Komnir upp - Gintaras Savukynas stýrði Eyjamönnum upp í úrvalsdeildina í vetur og hér ræðir hann við tvo af reyndustu mönnum liðsins, Sigurð Bragason og Erling Richardsson, í leiknum við Aftureldingu í Mosfellsbænum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar