Vinnuskóli

Vinnuskóli

Kaupa Í körfu

fögru skógarrjóðri í Elliðaárdalnum hefur fyrirmyndarhópur á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur hannað óvenjulega skólastofu fyrir nemendur Ártúnsskóla. Unnur H. Jóhannsdóttir ræddi við efnilega hönnuði. Við ákváðum að búa til bekki úr trjánum sem fyrir voru í rjóðrinu og láta þá koma í eins konar boga á milli nokkurra trjáa í rjóðrinu. Við þurftum að fella nokkur tré en notuðum stubbana sem undirstöðu fyrir borð sem hægt er að standa eða sitja við og söguðum trén niður í drumba sem hægt er að nota sem stóla. Í rjóðrinu verður einnig ræðupúlt úr stórum trédrumbi, segja Sighvatur Ingi Gíslason, Elísabet Rós og Emilía Rós Ómarsdætur sem öll eru að ljúka grunnskóla og eru í hönnunarhópnum við grenndarskóg Ártúnsskóla í ár. MYNDATEXTI: Verksvit Elísabet Rós og Emilía Rós Ómarsdætur velta hér fyrir sér í hvernig best sé að búa til borð úr trjádrumbunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar