Popp

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Popp

Kaupa Í körfu

Það er sama hversu hollur matur er valinn, það er hægt að fitna af öllu ef borðað er of mikið. Það hefur verið sannreynt í rannsóknum að langflest fólk borðar meira magn af mat og jafnvel langt umfram það sem þarf til að seðja hungrið, eftir því sem matarskammturinn er stærri. MYNDATEXTI: Dýpri - Það er ótrúlegt hversu miklu getur munað á magninu sem fer í popppokana sem dýpkað hafa verulega, en munurinn á minnsta og stærsta skammti bíóhúsanna er tæplega fimmfaldur. Sá minnsti er 40 g, miðstærð um 100 g sem jafnast á við einn örbylgjupopppoka að magni til og risaskammturinn fer upp í 185 g. Hitaeiningarnar fara að sama skapi úr 180 kkal í minnsta skammti í 835 kkal í þeim stærsta. Með bíóferð fjögurra manna vísitölufjölskyldunnar í huga er líklegasta hagstæðast að kaupa stærsta skammtinn, en honum ætti þá líka að skipta bróðurlega á milli allra fjölskyldumeðlima

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar