Skólastofur settar niður

Skólastofur settar niður

Kaupa Í körfu

Sandgerði | Tvær lausar kennslustofur hafa verið fluttar að Grunnskólanum í Sandgerði. Samhliða mikilli fjölgun íbúa fjölgar nemendum við grunnskólann. Til að bæta úr skorti á kennslustofum voru settar niður við norðurenda skólans tvær lausar stofur sem smíðaðar voru af VÁ-verktökum í Sandgerði. Hvor stofa er um 80 fermetrar og í þeim eru salerni og tilheyrandi búnaður sem þarf í kennslustofur. Stofurnar verða tengdar hitaveitu til upphitunar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar