Blaðamannafundur NATO í herstöðinni Keflavík

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Blaðamannafundur NATO í herstöðinni Keflavík

Kaupa Í körfu

HERÆFINGAR standa yfir í dag og á morgun hérlendis undir nafninu Norðurvíkingur 2007. Þetta er fyrsta heræfingin sem byggist á varnarsamkomulagi Íslendinga og Bandaríkjamanna frá síðasta hausti, en ætlunin er að halda slíkar æfingar á hverju ári héðan í frá. Loftvarnir Íslands verða æfðar í samvinnu ratsjármiðstöðvar og Landhelgisgæslu við áhafnir herflugvéla frá Noregi, Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu og danska varðskipið Triton. Annar hluti æfingarinnar miðast við varnir gegn hermdar- og hryðjuverkum. Í þeim hluta taka 15 íslenskir sérsveitarmenn þátt, ásamt 50 öðrum sérsveitarmönnum frá Danmörku, Noregi og Lettlandi. MYNDATEXTI: Þotur - Um þrjú hundruð manns, þrettán flugvélar og þyrlur og eitt varðskip taka þátt í heræfingunni sem fram fer nú á Íslandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar