Gunnar leikstjóri Astrópíu

Friðrik Tryggvason

Gunnar leikstjóri Astrópíu

Kaupa Í körfu

Íslenska stórmyndin Astrópía verður frumsýnd hinn 22. ágúst næstkomandi. Óhætt er að fullyrða að íslensk bíó-,,buff" sem og aðrir kvikmyndaunnendur bíði hennar með talsverðri óþreyju myndin er líka fyrir margra hluta sakir forvitnileg, meðal annars hlaðin tæknibrellum, gríni, glensi og hasar. Gunnar B. Guðmundsson leikstýrir Astrópíu, en hann kveður hana hafa verið um það bil sex ár í bígerð. Margir muna eflaust eftir glettilegu, súrrealísku örverki sem hann gerði um árið, Karamellumyndinni rómuðu, en hún hlaut Edduna árið 2003, og var auk þess tilnefnd fyrir besta handrit, leikstjórn, brellur og leikmynd, svo dæmi séu nefnd. En hver er maðurinn á bakvið leikstjórann, lesendum til frekari glöggvunar? MYNDATEXTI: Sögur úr ævintýraheimi lúðanna - Astrópía fjallar um stelpu sem þarf að standa á eigin fótum þegar kærasti hennar, og fyrirvinna, er handtekinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar