Valur - FH

Valur - FH

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMEISTARARNIR, FH-ingar, urðu síðastir liða til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Visa-bikarkeppni karla í knattspyrnu. Þeir lögðu Valsmenn 1:0 í hröðum og bráðskemmtilegum leik á Laugardalsvelli í gærkvöldi þar sem Ásgeir Gunnar Ásgeirsson var hetja Hafnfirðinga, en hann skoraði eina mark leiksins á síðustu stundu, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. FH-ingar eygja því von um að komast í úrslitaleikinn en Íslandsmeistararnir hafa ekki komist þangað þau þrjú ár sem þeir hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum. MYNDATEXTI: Hraði - Valsmaðurinn Baldur Aðalsteinsson á fleygi ferð en Freyr Bjarnason, bakvörður FH rennir sér fyrir knöttinn og Tryggvi Guðmundsson er við öllu búinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar