Mávar við tjörnina

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Mávar við tjörnina

Kaupa Í körfu

STARFSMENN meindýravarna hafa unnið að því í sumar að fækka mávum í Reykjavík og hafa skotið þá í þúsundatali, enda hefur ítrekað verið kvartað undan ónæði sem hlýst af þeim. Mávadrápin munu halda áfram þar til í haust þegar sílamávurinn flýgur á brott. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mörgum mávum hefur verið fargað hingað til, en sú tala hleypur á þúsundum. "Við erum að skjóta á þeim stöðum innan borgarinnar þar sem aðstæður leyfa hverju sinni og þar sem von er um einhvern feng," segir Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna. MYNDATEXTI: Við Tjörnina - Mávum hefur snarfækkað í miðborginni í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar