Einar Páll flugmódelsmiður

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Einar Páll flugmódelsmiður

Kaupa Í körfu

Einar Páll Einarsson er mikill áhugamaður um stór flugmódel og í einu af flugskýlum Flugklúbbs Mosfellsbæjar er hann með fyrirmyndar aðstöðu fyrir módelin sín. Ingvar Örn Ingvarsson tók þennan módelsmið með meiru tali í yndislegu flugveðri að Tungubökkum í Mosfellsbæ. Líklega þurfa flestir sínar fyrirmyndir en margar þeirra marka þó dýpri spor en mann gæti grunað. Þannig er ástatt um blaðamann sem las fjölda bóka um hetjuflugmanninn breska James Bigglesworth, í æsku en nokkrar af 98 bókum um kappann voru þýddar yfir á íslensku, annaðhvort sem teiknimyndasögur eða sem innbundnar bækur og nefndist kappinn þá Benni. MYNDATEXTI: Stórflugkoma - Einar Páll Einarsson heldur á laugardaginn stórflugkomu á flugvellinum að Tungubökkum og hefst samkoman um kl. 10 og eru allir velkomnir og er tilvalið að nota tækifærið til að kynnast heillandi heimi flugsins. Flugvélar verða hins vegar að hafa tveggja metra vænghaf til að taka þátt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar