Tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju

Tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju

Kaupa Í körfu

UM 120 börn og unglingar hafa undanfarna daga setið námskeið í hljóðfæraleik eftir Suzuki-aðferðinni. Þeirra á meðal voru þær Ingibjörg, Ísabella, Íris og Miriam sem munduðu fiðlubogana fagmannlega á lokatónleikunum í gær. Krakkar á öllum aldri sóttu námskeiðið, þau yngstu fjögurra ára og þau elstu átján ára. Suzuki-aðferðin byggist á þeirri hugmynd að börn hafi hæfileika til að læra að spila á hljóðfæri á sama hátt og þau læra að tala, með því að hlusta á tónlist og prófa sig áfram. Þau læra því fyrst að hlusta og spila eftir eyranu, en nótnalestur er ekki kenndur fyrr en á síðari stigum námsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar