Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Borgarspítala

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Borgarspítala

Kaupa Í körfu

HJÚKRUNARFRÆÐINGAR á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi hafa ákveðið að taka höndum saman um að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis til að safna fé fyrir skjólstæðinga sína. Með hlaupinu gefst ýmsum félagasamtökum kostur á að hvetja til hópstemningar með því að draga fram hlaupa-skóna fyrir gott málefni. "Við á gjörgæslunni í Fossvogi ákváðum að hlaupa maraþon til að auka hópefli innan spítalans og þegar við fórum að ræða hvaða málefni við vildum styrkja ákváðum við að líta okkur nær og reyna að gera eitthvað fyrir aðstandendur sjúklinganna okkar," segir Sesselja H. Friðþjófsdóttir hjúkrunarfræðingur. MYNDATEXTI: Samkennd - Starfsfólk gjörgæslunnar lét útbúa boli til hvatningar fyrir Von á hlaupadaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar