Hjalti Már Hjaltason og Helga Ingimundardóttir

Svanhildur Eiríksdóttir

Hjalti Már Hjaltason og Helga Ingimundardóttir

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | "Þessar ferðir eru miklu meira en bara hvalaskoðunarferðir, því gestirnir fá í öllum ferðum að heyra þjóðsöguna um Rauðahöfða þegar við siglum fram hjá Stakki. Þá fylgir ýmis fróðleikur um fuglalífið í berginu og um land og þjóð," sagði Helga Ingimundardóttir, háseti á hvalaskoðunarbátnum Moby Dick í samtali við Morgunblaðið en hún hefur í hartnær 15 ár boðið upp á hvalaskoðun og sjóstangaveiði á Suðurnesjum. Hún sagði að ferðamenn sem heimsæki Reykjanesskagann stoppi orðið lengur en tíðkaðist áður fyrr og séu duglegir að kynna sér hvað sé í boði á svæðinu. MYNDATEXTI: Siglingar - Skipstjórinn og hásetinn á Moby Dick. Hjalti Már Hjaltason er aftur sestur við stýrið á bátnum Moby Dick, sem áður hét Fagranesið og Hjalti stýrði farsællega í 16 ár. Hásetinn Helga Ingimundardóttir falaðist eftir kröftum Hjalta í vor þegar hún varð skipstjóralaus.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar