Menningarnótt 2007

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Menningarnótt 2007

Kaupa Í körfu

STEFÁN Eiríksson, lögreglustjóri í Reykjavík, var við störf í miðborginni á Menningarnótt í svokölluðum gönguhópi lögreglumanna. Hann stóð vaktina frá því klukkan tvö um daginn og fór heim um leið og síðustu hátíðargestir um morguninn. Þó að Menningarnótt hafi farið friðsamlegar fram en oft áður og engar stórfelldar líkamsárásir eða slys komið upp, þurfti að sinna ýmsum málum í miðbænum aðfaranótt sunnudags. "Við vorum að sinna öllum löggæsluverkefnum sem komu upp, það var töluvert mikið um ölvun og eitthvað um slagsmál og pústra og annað í þeim dúr. Svo var líka nokkuð um skemmdarverk," sagði Stefán. MYNDATEXTI: Löggæsla - Stefán Eiríksson lögreglustjóri ræðir við unga Reykvíkinga á rölti sínu um miðbæinn á Menningarnótt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar