Wilfred Kersten og Brynjólfur Oddsson

Friðrik Tryggvason

Wilfred Kersten og Brynjólfur Oddsson

Kaupa Í körfu

FRYSTITOGARINN Kiel kom til Hafnarfjarðar í gærmorgun með metaflaverðmæti, um 450 milljónir króna. Aflinn upp úr sjó var um 2.000 tonn af þorski og 100 tonn af öðrum tegundum. Þetta skilaði um 700 tonnum af frystum flökum og 250 tonnum af fiskimjöli. Það er athyglisvert að skipið mokfiskaði við Austur-Grænland. Þar tók að 700 tonn af þorski á 10 dögum og var afli á togmínútu 500 kíló oftast nær en fór upp í tvö tonn. Kiel er í eigu dótturfyrirtækis Samherja í Þýzkalandi DFFU. MYNDATEXTI: Mennirnir í brúnni - Skipstjórar eru tveir um borð. Til vinstri er hinn svokallaði flaggskipstjóri, Þjóðverjinn Wilfred Kersten, og til hægri er íslenzki fiskiskipstjórinn Brynjólfur Oddsson. Hann er búinn að vera lengi með Kiel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar