Laura Pyrrö og Ágúst Ólafsson

Sverrir Vilhelmsson

Laura Pyrrö og Ágúst Ólafsson

Kaupa Í körfu

FINNSKA sópransöngkonan Laura Pyrrö ólst upp við tónlist Jean Sibelius líkt og aðrir Finnar og varð seinna mikill sérfræðingur í tónlist hans. Íslenski baritónsöngvarinn Ágúst Ólafsson ólst upp í Noregi og þar eru það tónverk Edvard Grieg sem börn fá með móðurmjólkinni. Seinna kynntust þau er þau voru samtíma í Sibeliusar-akademíunni í Helsinki að læra söng - og í kvöld kl. 21 munu þau í Norræna húsinu í sameiningu minnast ártíða þessara tveggja risa norrænnar tónlistar en dagskráin er á vegum listahátíðarinnar Reyfi - menningargnægð. MYNDATEXTI: Söngur af finnska skólanum - ÞAU Laura Pyrrö og Ágúst Ólafsson túlka finnsk og norsk ævintýri þeirra Sibeliusar og Grieg. Eftir hlé syngja þau svo dúetta og aríur eftir Mozart. Með þeim á myndinni, lengst til vinstri, er Antónía Hevesi, undirleikari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar