Danskir dagar í Hólminum

Gunnlaugur Árnason

Danskir dagar í Hólminum

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fór fram um helgina, samkvæmt venju. Þá rifjuðu bæjarbúar upp dönskukunnáttu sína og margt var gert til að nafngiftin stæði undir væntingum. Heimamenn lögðu metnað sinn í að skreyta bæinn og búa til skemmtilega stemningu þessa helgi. Það tókst svo sannarlega. Veðurguðirnir voru heimamönnum sérlega hliðhollir. Það var vart hægt að panta betra veður. Alla helgina var logn, sól og hiti í Hólminum eins og hásumar væri. Mikill fjöldi ferðamanna mætti í Hólminn og tók þátt í dönsku dögunum. MYNDATEXTI: Góð kaup - Gestir skemmtu sér vel. Þessi keyptu sér stofuhúsgögn á uppboði Lionsklúbbsins og komu þeim strax í not á hátíðarsvæðinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar