Leikskólabörn á Holti leika með regnbogadúk

Svanhildur Eiríksdóttir

Leikskólabörn á Holti leika með regnbogadúk

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | Leikskólinn Tjarnarsel fékk fyrstur skóla í Reykjanesbæ Grænfánann afhentan síðastliðinn föstudag. Svo skemmtilega vildi til að skólinn fagnaði stórafmæli á sama tíma, en kvenfélagskonur í Keflavík hófu starfsemi í Tjarnarseli 18. ágúst 1967. Starfsfólk Tjarnarsels fór að huga markvisst að umhverfismálum fyrir 10 árum síðan, meðal annars með endurvinnslu pappírs, en á síðastliðnum tveimur árum hefur skólinn verið á grænni grein. MYNDATEXTI: Regnbogadúkurinn vinsæll - Leikskólabörn á Holti vígðu nýtt leiksvæði. Meðal þess sem börnin skemmtu sér við var að standa undir regnbogadúk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar