Stofnfjárfundur SPRON

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Stofnfjárfundur SPRON

Kaupa Í körfu

Nýju rekstrarformi ætlað að bæta samkeppnisaðstöðu Sparisjóðsins, en ekki er stefnt að stefnubreytingu í rekstri Ákveðið var á fundi stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) í gær að breyta sjóðnum í hlutafélag. Hljóti breytingin náð fyrir augum Fjármálaeftirlitsins verður sótt um skráningu sjóðsins í Kauphöll OMX á Íslandi. Breytingin mun fara fram á þann hátt að hlutafélagið SPRON hf., sem er að fullu í eigu Sparisjóðsins, mun taka yfir allar eignir og skuldir sjóðsins og munu stofnfjáreigendur fá í hendur hlutafé í SPRON hf. Hlutafé félagsins mun nema fimm milljörðum króna. MYNDATEXTI Stjórnendur Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, og Hildur Petersen stjórnarformaður mæltu fyrir stofnun hlutafélags SPRON á fundinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar