Skólasetning í Norlingaholti

Skólasetning í Norlingaholti

Kaupa Í körfu

ÆSKULÝÐURINN á myndinni tók sín fyrstu skref eftir menntaveginum langa í útiskólastofu Norðlingaskóla í gær. Í Norðlingaskóla, sem kallar sig sveitaskólann í Reykjavíkurhreppi, trúa menn ekki á vond veður, því allar veðurþrautir mega vinnast með réttum fatnaði. Í anda þeirrar stefnu var skólinn settur í gær í útiskólastofunni í Björnslundi, þar sem skólabörnin nýbökuðu, ásamt vinum sínum og velunnurum, bökuðu epli yfir opnum eldi til þess að halda upp á daginn. Ekki er að sjá að nokkur hafi æmt undan votviðrinu, enda er undan litlu að kvarta þegar volg epli eru í boði og öll ævintýri grunnskólans eru framundan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar