Ísland - Kanada

Ísland - Kanada

Kaupa Í körfu

"MÉR fannst leikur liðsins vera mjög í takt við það sem við lögðum upp með. Færslurnar á liðinu í vörn og sókn voru réttar og við gerðum engin afdrifarík mistök. Markið sem þeir skoruðu var í raun eina opna færið sem þeir fengu í leiknum. Að mínu mati áttum við að landa sigri. Við fengum fín færi í upphafi leiksins og ég var mjög ánægður með hvernig liðið lék frá upphafi. Það var allt annar bragur á þessu en áður og gott veganesti fyrir næstu verkefni. MYNDATEXTI: Einbeiting- Ívar Ingimarsson er staðráðinn í að láta Iain Hume, leikmann Leicester og miðjumann Kanada, ekki komast upp með neitt múður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar