Fiat Punto

Friðrik Tryggvason

Fiat Punto

Kaupa Í körfu

Smábílar hverskonar hafa um langa hríð verið ær og kýr landans þótt jeppar af öllum gerðum hafi sótt verulega í sig veðrið í takt við hagvöxtinn. Til bæjarnotkunar henta þó smábílarnir einna best og hefur hinn dæmigerði vísitölubíll því oft verið úr þeim flokki bíla og oftar en ekki frá Toyota. Fiat umboðið Saga hefur hinsvegar á boðstólum vísitölubíl sem er talsvert frábrugðin því sem flestir eiga að venjast. Fyrir það fyrsta er hann ítalskur, í öðru lagi er hann hannaður af þekktum hönnuði og í þriðja lagi hefur hann útbúnað sem ekki er algengur í smábílum - ekkert af þessu hefur einkennt metsölubílana í þessum flokki á Íslandi hingað til. MYNDATEXTI: Frísklegur - Fiat Grande Punto er hannaður af Giugiaro og hefur hönnunin tekist vel þar sem bíllinn er frísklegur og sportlegur á að líta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar