Grímseyjarferja í Hafnarfjarðarhöfn

Sverrir Vilhelmsson

Grímseyjarferja í Hafnarfjarðarhöfn

Kaupa Í körfu

Greinargerð Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju rekur ástæður þess að kostnaður hefur farið fram úr áætlun Kostnaður við Grímseyjarferjuna verður líklega a.m.k. 500 milljónir króna en ekki 150 milljónir eins og upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Margt hefur farið úrskeiðis við undirbúning, kaup og endurbætur á skipinu, samkvæmt greinargerð Ríkisendurskoðunar. Þar er m.a. bent á ófullnægjandi undirbúning kaupanna, losarabrag á kostnaðaráætlunum auk þess sem ýmislegt þykir gagnrýnivert í störfum verksalans sem annast endurbæturnar. MYNDATEXTI: Grímseyjarferjan - Enn er unnið að endurbótum á skipinu sem á að taka við ferjusiglingum til Grímseyjar. Upphaflega var stefnt að því að taka ferjuna í notkun í nóvember 2006.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar