Leikmenn 1.-6. umferðar í Landsbankadeildinni

Eyþór Árnason

Leikmenn 1.-6. umferðar í Landsbankadeildinni

Kaupa Í körfu

ÓLAFUR Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara FH, var eins við var búist útnefndur besti þjálfarinn í umferðum 1-6. Lærisveinar hans tróna á toppi Landsbankadeildarinnar, hafa unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli og stefna í átt að þriðja Íslandsmeistaratitli sínum í röð. MYNDATEXTI: Bestu leikmenn, þjálfari og dómari í umferð 1-6 í Landsbankadeildinni. Efri röð frá vinstri: Kristinn Jakobsson, Sigurvin Ólafsson, Jónas Guðni Sævarsson, Peter Gravesen, Viktor Bjarki Arnarsson, Ólafur Jóhannesson. Neðri röð frá vinstri: Ármann Smári Björnsson, Marel Baldvinsson og Grétar Sigfinnur Sigurðsson. Á myndina vantar FH-ingana Tryggva Guðmundsson, Guðmund Sævarsson og Daða Lárusson og Grindvíkinginn Jóhann Þórhallsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar