Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Kaupa Í körfu

REYKJAVÍKURMARAÞON fer í dag fram í 24. sinn og aldrei hafa fleiri tekið þátt í hlaupinu. Þegar skráningu lauk klukkan níu í gærkvöldi höfðu 11.408 manns skráð sig til þátttöku. 574 hlauparar ætla að spreyta sig á maraþoni. Þá ætla 1.628 að hlaupa hálfa þá vegalengd og 2.971 mun hlaupa tíu kílómetra. Skemmtiskokkarar verða 2.196 og 4.039 krakkar yngri en tíu ára taka þátt í Latabæjarhlaupinu. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri hlaupsins, segir að þátttakendum hafi fjölgað um nálægt þúsund miðað við í fyrra. MYNDATEXTI: Feðgar í pastaveislu ÞAÐ var handagangur í öskjunni í Laugardalshöll í gærkvöldi þegar fjöldi manns var að skrá sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu. Guðmundur Hannesson og Bjartur sonur hans voru meðal þeirra sem fengu sér "kolvetnabombu" hjá Guðrúnu Ólafsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar