Strókur

Sigurður Jónsson

Strókur

Kaupa Í körfu

Nokkrir krakkar sem bú sett eru í grónu hverfi á Selfossi tóku sig saman og opnuðu sjoppu um síðustu helgi þegar haldið var götugrill og seldu úr henni ýmsar nauðsynjar sem slíkar samkomur þurfa á að halda, gosdrykki, sælgæti og fleira. Afrakstur þessa framtaks var kr. 50.500 og með þá upphæð fóru þau á stúfana og keyptu gasgrill og ýmsa fylgihluti hjá Byko sem efldi framtakið og gaf krökkunum góðan afslátt. .. Á myndinni eru frá, vinstri, í aftari röð: Haraldur Gíslason, Guðmundur Bjarki Sigurðsson, Bjarki Leósson og Konráð Jóhannsson. Neðri röð frá vinstri er Margrét Lea Haraldsdóttir, Anna Kristín Leósdóttir og Irena Birta Gísladóttir. Á myndina vantar Unni Lilju Gísladóttur, Þóru og Sigrúnu Jónsdætur, Margréti og Steinunni Lúðvíksdætur og Katharínu Jóhannsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar