Mundi - Tískusýning - Loftkastalinn

Mundi - Tískusýning - Loftkastalinn

Kaupa Í körfu

TÍSKUNNI var gert hátt undir höfði á laugardaginn í höfuðborginni. Seinnipart dags sprönguðu fyrirsætur undir berum himni á Skólavörðustígnum og sýndu föt frá versluninni ER og hönnun frá Tóta design. Auk þess sem 101 Hárhönnun sýndi það nýjasta í hári og förðun....Um kvöldið sýndi Guðmundur Hallgrímsson fatalínu sína, Mundi, í Verinu í Loftkastalanum að viðstöddu fjölmenni. Innblásturinn að Munda kemur frá "Space age"-tímabilinu eins og glöggt mátti sjá á geimfaramynstrum og súrrealískum sniðum og formum á sviði Loftkastalans. MYNDATEXTI: Vofur Eins og draugar gengu þau um sviðið í framúrstefnulegum og húmórískum prjónafatnaði frá Munda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar