Skrifað undir samning um fjarnám í FÁ
Kaupa Í körfu
NEMENDUM í unglingadeildum grunnskóla Reykjavíkur býðst frá og með þessu skólaári að stunda framhaldsskólanám í fjarnámi við Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ). Námið verður ókeypis en samningur um þetta var undirritaður milli menntasviðs Reykjavíkurborgar og FÁ í gær. Gísli Ragnarsson, skólameistari FÁ, segir að í fyrravetur hafi um 170 nemendur á grunnskólastigi verið í fjarnámi í skólanum. "Þessir nemendur hafa staðið sig alveg framúrskarandi vel og langflestir lokið prófum með miklum sóma," segir Gísli. Um 90% þeirra grunnskólanema sem verið hafi í fjarnáminu hafi tekið lokapróf í þeim áfanga eða áföngum sem þeir völdu. MYNDATEXTI: Samkomulag - Sigríður R. Sigurðardóttir, formaður skólanefndar, Gísli Ragnarsson skólameistari og Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir