Stefanía Valdimarsdóttir
Kaupa Í körfu
Stefanía situr ekki beinlínis auðum höndum frá degi til dags, en fyrir utan frjálsíþróttaæfingar hjá Breiðabliki leggur hún stund á knattspyrnu hjá félaginu. Þar leikur hún bæði með 4. og 3. flokki sem miðju- eða sóknarmaður. Auk þess er hún að læra á hljóðfæri og hefur selló orðið fyrir valinu. Þá er ótalið að hún þarf að taka skyldunám eins og aðrir, en það gerir hún í Smáraskóla þar sem hún er í 9. bekk. Stefanía segist vera á íþróttaæfingum fimm daga vikunnar: ,,Það kemur fyrir að frjálsíþrótta- og fótboltaæfingar stangast á. Þá reyni ég að skipta íþróttagreinunum jafnt á milli daga. Stundum þarf ég reyndar að taka tvær æfingar á dag. Þetta er allt í lagi ef maður bara skipuleggur sig vel. Ég hef alveg tíma fyrir vinina," sagði Stefanía þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær. MYNDATEXTI: Efnileg - Stefanía Valdimarsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á hlaupabrautinni í sumar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir