Háskólatorg
Kaupa Í körfu
GREINT var frá því í gær að verk eftir Finn Arnar Arnarson myndlistarmann muni prýða Háskólatorg Háskóla Íslands í framtíðinni. Í byrjun sumars voru fimm listamenn fengnir til þess að vinna tillögur að verki inn í miðrými torgsins og varð verk Finns fyrir valinu. Tilkynnt var um valið við sérstaka athöfn í gær en Finnur átti þó ekki heimangengt þar sem hann var staddur í laxveiði. "Þetta er mikill heiður," sagði Finnur sem var staddur við Laxá í Aðaldal þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. "Þetta kom ekki í ljós fyrr en á þriðjudaginn þannig að ég komst ekki, en konan mín mætti fyrir mína hönd." MYNDATEXTI: Frá afhendingu - Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor, Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Háskólasjóðs Eimskips, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Áslaug Thorlacius, eiginkona Finns, og loks þær Hallgerður Thorlacius Finnsdóttir og Helga Thorlacius Finnsdóttir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir