Gjörningaklúbburinn

Sverrir Vilhelmsson

Gjörningaklúbburinn

Kaupa Í körfu

MIKIÐ fjölmenni var á opnun yfirlitssýningar Gjörningaklúbbsins í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. Á sýningunni má sjá brot af því besta frá ellefu ára ferli klúbbsins, auk nýrra verka, en Gjörningaklúbburinn er skipaður þeim Eirúnu Sigurðardóttur, Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur. Stúlkurnar hafa lagt húsakynni Listasafnins undir sig og meðal annars hafa þær komið fyrir stóru trampólíni í anddyri hússins og gríðarmiklu völundarhúsi í einum sýningarsalnum. Ungi drengurinn á myndinni virðist ansi hrifinn af völundarhúsinu þótt vissulega geti reynst erfitt að átta sig á því hver tilgangur listarinnar er.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar