Birgir Örn Steinarsson
Kaupa Í körfu
Tónlistartímarit eiga sér langa og oft stormasama sögu á Íslandi. Fjöldi slíkra blaða hefur komið út í gegnum tíðina, sum rétt látið í sér heyra en önnur hafa jafnvel haldið út árum saman. Flóran er þó óneitanlega fátækleg sem stendur en úr rætist í næsta mánuði þegar tímaritið Monitor hefur göngu sína. Ritstjóri Monitor er Birgir Örn Steinarsson, þekktastur sem Biggi í Maus, sem sneri til landsins í vor eftir langdvöl í Bretlandi. Hann segir að lagt sé upp með miklum metnaði, en menn séu líka með fæturna á jörðinni og vel gætt að því að reksturinn sé traustur frá fyrsta degi. "Við erum þannig þegar búnir að tryggja útgáfu blaðsins næstu mánuði," segir hann, en með því móti sé tryggt að blaðið fái tíma til að treysta sig í sessi. Bakhjarl blaðsins er auglýsingastofan Vatíkanið og Birgir segir að þar á bæ sé mikil þekking í útgáfu sem komi að góðum notum MYNDATEXTI Ritstjórinn Biggi í Maus verður ef til vill kallaður Biggi í Monitor hér eftir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir