Vináttuhlaup

Friðrik Tryggvason

Vináttuhlaup

Kaupa Í körfu

HIÐ alþjóðlega World Harmony-Vináttuhlaup hófst við Höfða í gærmorgun er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri setti það með því að afhenda fyrsta hlauparanum, Stacey Marsh frá Nýja Sjálandi, Vináttukyndilinn. Hlaupið er í öllum heimsálfum og hér á landi frá 31. ágúst til 3. sept. Hlaupararnir, sem koma til Íslands, eru á ferð um 49 lönd Evrópu og Norður-Afríku en tilgangur hlaupsins er ekki að safna fé eða styðja einhvern pólitískan málstað, heldur að leyfa hverjum og einum að upplifa hið sammannlega á jákvæðan hátt. Boðskapurinn er, að "veröld sátta og samlyndis hefjist með hverjum og einum" og geta allir tekið þátt. Það, sem þarf til, er að halda á Vináttukyndlinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar