Innlit

Friðrik Tryggvason

Innlit

Kaupa Í körfu

Útsýnið gerði útslagið hjá golfhjónum þegar þau völdu sér húsnæði. Þau standa nánast á Grafarholtsvellinum þegar þau eru í stofunni heima í gluggaglaðri hæð í Ólafsgeisla. Kristín Heiða Kristinsdóttir staldraði við fjallasýn þeirra og hlýlegt heimili. Héðan sjáum við meðal annars Keili og Snæfellsjökul og það er ekki amalegt að hafa slíka dýrð inni hjá sér. Og það er ekki síður fallegt að sjá yfir borgina. Það er engu líkt að horfa yfir Reykjavík á björtum sumarkvöldum og fylgjast með sólinni setjast. Ljósadýrðin er líka einstök yfir vetrartímann. Þegar við vorum að leita okkur að húsnæði fyrir sex árum þá kom ekkert annað til greina en íbúð með góðu útsýni. Þá vorum við nýflutt í bæinn frá Stykkishólmi og húsið sem við bjuggum í þar stóð hátt og við vildum gjarnan halda áfram að sjá vel yfir umhverfi okkar. Því fylgir góð tilfinning," segir Ástrós Þorsteinsdóttir handverkskona sem býr á efri hæð í tvíbýlishúsi í jaðri Grafarholtsins ásamt manni sínum Ólafi Kristjánssyni, beint ofan við golfvöllinn MYNDATEXTI Faðir Ástrósar smíðaði dúkkuvagninn handa henni þegar hún var fimm ára. Gamla brúðan María sefur þar og klæðist skírnarkjól Ástrósar sem móðir hennar saumaði á hana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar